Another one bites the dust

Kannski hefði það verið góð hugmynd fyrir Hr. Richards að íhuga möguleikann á þessum örlögum áður en hann myrti greyið konuna.

Einum færri morðingi í heiminum þökk sé hinum fínu Texas búum. 


mbl.is Aftaka í Texas
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Daði Einarsson

Mér vitanlega hafa rannsóknir sýnt að dauðarefsingar hafa ekki áhrif á glæpatíðni í samfélaginu. Auk þess þá get ég ekki séð að útfrá siðferðilegum rökum sé hægt að réttlæta að ríkið taki menn af lífi. Nema auðvitað ef menn vilja samfélag sem byggist á auga fyrir auga, tönn fyrir tönn. Hafa ber jafnframt í huga að í USA er hægt að dæma menn í ævilangt fangelsi án möguleika á reynslulausn. Væri það ekki betri kostur í siðuðu samfélagi?

Daði Einarsson, 26.9.2007 kl. 16:00

2 Smámynd: Ásta Björk Solis

Til hvers ad halda theim aefilanga vist a kostnad skattgreidanda

Ásta Björk Solis, 26.9.2007 kl. 16:44

3 Smámynd: Nonnucci

Þakkir fyrir álitin.

 Daði; Þú hittir naglann á höfuðið með auga fyrir auga, tönn fyrir tönn. Mín skoðun er sú að það sé réttlátast að ef þú tekur þá ákvörðun að taka líf annars manns þá hefur þú tekið þitt eigið líf í leiðinni. Ef þú telur þig hafa rétt til þess að taka annað líf, hversvegna ætti ekki einhver annar að hafa rétt til þess að taka þitt?

Ævilangt fangelsi án möguleika á reynslulausn er ekki betri kostur ef þú horfir frá sjónarhorni fórnarlambs morðingjans. Fórnarlambið fékk ekki þann möguleika svo afhverju ætti morðinginn?

Hvort sem dauðarefsing lækkar glæpatíðni eða ekki veit ég ekki, en þar sem það er ekki til ein ákveðin formúla til þess þá tel ég að réttlætið ætti að vera forgangur... þ.e. þangað til einhver finnur þessa ágætu formúlu glæpaleysis. 

Eitt í viðbót Daði; Það er til leið til að lækka glæpatíðni afskaplega mikið... einfaldlega lögleiða allt.

Algerlega sammála þér Ásta. Eini gallinn er að það getur kostað sitt að taka þá af lífi... Væri að finna ódýrari leið til þess. Ekki er ég sáttur við það að mínir peningar eru teknir af mér og notaðir til þess að halda lífi í dýrum á borð við Hr. Richards.

Eins og hinn ágæti Ron White sagði: "If you come to Texas and kill somebody, we kill you back."

Nonnucci, 26.9.2007 kl. 17:49

4 Smámynd: Nonnucci

Þetta er mjög einfalt ef þú snýrð ekki útúr. 1 maður myrðir annan mann. Annar maður, í þessu tilfelli starfsmaður ríkisins, drepur manninn sem myrti fyrsta manninn. Þar sem í síðara tilfellinu er um dráp en ekki morð (sem er ólögleg líftaka) að ræða þá eru allir ánægðir á endanum.

Ef þú skildir þetta ekki þá er þetta sama og auga fyrir auga, tönn fyrir tönn, nema 3. aðili kemur inn í málið til að vinna fyrir hann sem lenti illa í því í fyrstu augntökunni/tanntökunni þar sem hann hefur ekki getu til þess að gera það sjálfur. 

Nonnucci, 26.9.2007 kl. 18:34

5 Smámynd: Daði Einarsson

Nonnucci: Ég er feginn að þú stýrir ekki málum, því þá værum við enn í miðöldum. Er það virkilega svo að vegna þess að það kunni að vera dýrt að halda manni ævilangt í fangelsi að það réttlæti ríkisvætt morð á viðkomandi. Hvað ef síðar koma fram sönnunargögn sem sanna að hann hafi verið saklaus? Mörg dæmi um það í USA.

Daði Einarsson, 26.9.2007 kl. 19:04

6 Smámynd: Nonnucci

Daði: Ég er ekki nógu sáttur við það að stýra ekki málum, en ég væri að stýra þeim skil ég ekki hvernig við værum á miðöldum vegna þess. Aðalástæða fyrir því að ég sé fylgjandi dauðarefsingum er sú að ég vil réttlæti fyrir fórnalambið. Kostnaðurinn styður einungis þá stöðu mína.

Ég hef það á tilfinningunni að margir gleymi því að það er sá sem var myrtur sem var brotið á, ekki sá sem myrti.

 Eins og kom fram í fréttinni, og ég tilvitna: "Richards, sem hafði áður verið dæmdur fyrir bílaþjófnað, rán og fölsun, játaði sekt sína en sagði að hann hefði skotið konuna fyrir slysni þegar skot hljóp úr byssunni án þess að hann hafi ætlað að skjóta af henni."

Nonnucci, 26.9.2007 kl. 19:09

7 Smámynd: Nonnucci

GK, það er munur á löglegri og ólöglegri aftöku.

Varðandi fyrsta punktinn þinn, þá nei, ég er ekki að snúa útúr. Ef ég má umorða þetta fyrir þig, þá virkar þetta þannig að maður A drepur mann B. C, sem eru þeir sem framfylgja réttlætinu, drepa mann B fyrir hönd C svo til þess að hefna manns B (sem ætti ekki að vera gert þar sem hann er að borga skuld sína með lífinu sínu) þyrfti að drepa mann A. 

Varðandi seinni punktinn þinn þá nei, 3. aðilinn ætti ekki að drepa neinn fyrir þig þar sem þá er hann sekur um morð og er kominn með 1 líf í skuld. Ég skil ekki hvernig þú getur metið líf morðingja jafn mikils og fórnarlambs hans. Gerirðu þér grein fyrir því hvor er búinn að lenda verr úr samskiptum þeirra tveggja? 

Með málefni þjófa þá ættu sektir eða fangelsistími að sjá um þeirra mál, fer allt eftir því hversu miklu þeir stela. Einmitt ætti að fá ríkisstarfsmann til að sjá um verkið að sekta þá eða skella þeim í steininn, það er eitt af því fáu sem ríkið er gott fyrir... Og ég vil taka það fram að mér er meinilla við ríkið en tel það nauðsynlegt í örfáum málum eins og réttarmálum.

Nonnucci, 26.9.2007 kl. 19:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Nonnucci

Höfundur

Nonnucci
Nonnucci
Lítið um mig að  segja annað en að ég er að öllum líkindum hægrisinnaðari en þú.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband