Er þetta grín?

Alltaf þegar maður heldur að Ísland gæti ekki orðið meira kommaland þá kemur eitthvað svona. Mér er skítsama hvort það "komi sér illa" fyrir landið að það sé gjaldeyrisflótti, erlendir fjárfestar settu sína peninga í landið og langar að taka peningana út til að takmarka tap. Er það sem sagt í lagi að taka við peningum þeirra þegar gengur vel en svo mega þeir ekki fá peningana sína til baka vegna þess að það hentar ekki okkar stöðu? Þetta er algjört andskotans bull.

 

Ég hvet sem flesta til að flýja land! Skiljum þessa skíthæla eftir í sínu veseni og við skulum ekki borga þeirra mistök.


mbl.is Geta stöðvað gjaldeyrisflutninga
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björn Birgisson

Svokallaðir erlendir fjárfestar, sem flakka um heiminn til að þefa uppi tækifæri til að auðgast á vandræðum annarra, eru langt um verri en rotturnar. Þeir eru krabbamein samtímans.

Björn Birgisson, 27.11.2008 kl. 21:00

2 Smámynd: Björn Magnús Stefánsson

ERTU EKKI AÐ GRÍNAST...

Ég er þér svo innilega sammála þér þarna, ég trúi ekki að þeir ætli að samþykkja þetta frumvarp. Þetta er eitt það fáránlegasta sem ég hef heyrt á ævinni. BULL BULL BULL...

Fólk á ALLAN rétt á að forða sér út úr hagkerfi sem þessu, það hlítur að vera brot á mannréttindalögum ef þeir setja þessi lög á. Ég á bara ekki aukatekið ORÐ.

Björn Magnús Stefánsson, 27.11.2008 kl. 21:02

3 Smámynd: Nonnucci

Björn.. ég skil ekki alveg hvað þú átt við. Erlendir fjárfestar komu með peninga hingað inn sem hjálpuðu til við uppbyggingu landsins, en núna eru þeir að tapa á vandræðum okkar. Hvað gerðu þeir slæmt?

Nonnucci, 27.11.2008 kl. 21:04

4 Smámynd: Nonnucci

Vil taka fram að þetta var til Bjarnar Birgissonar, ekki Bjarnar Magnúsar.

Nonnucci, 27.11.2008 kl. 21:06

5 Smámynd: Björn Birgisson

Peningamenn (oft á mörkum laganna) koma ekki hingað til að hjálpa til, einungis sauðtryggir kapítalistar trúa því (eða þykjast trúa því). Gróði er það eina sem þessar mannrolur þrá og sjá. Ég fagna tapi þeirra. Skyldu þeir gefa eitthvað til þriðja heimsins? Pottþétt ekki.

Björn Birgisson, 27.11.2008 kl. 21:17

6 Smámynd: Nonnucci

Auðvitað er það gróði sem rekur þá áfram. Hann er það sem rekur alla áfram, mig, þig og peningamenn. Ég eins og peningamenn vill græða peninga fyrir sjálfan mig og mér sýnist þú vera rauðari en andskotinn og þar með græða peninga fyrir ísland. En það vill svo til að með því að fjárfesta í einhverju hjálpa þeir uppbyggingu þess ásamt því að græða sjálfir. Þetta er viðskiptafræði 101. Ég vil minna þig á það vinurinn að gróði er það eina sem allir sjá. Ísland í heild sinni er núna vælandi yfir því að vera ekki í gróða og allir að missa sig yfir því. Og með þriðja heiminn, meirihlutinn af ríku fólki gefur peninga til góðgerðarmála, hvort sem það fer til þriðja heimsins eða til styrktar lækningar á sjúkdóm. Ég skil ekki afhverju það skiptir þig máli hvað þeir gera við peninginn sinn. Ef þú vilt hjálpa þriðja heiminum, lærðu þá leikinn sem peningamenn spila, græddu peninga og gefðu þá. Ekki vera að væla yfir því hvað aðrir gera með sína peninga.

Nonnucci, 27.11.2008 kl. 21:26

7 Smámynd: Nonnucci

Ég skil ekki alveg hver meining þín er, en ég geri ráð fyrir því að þú sért að setja út á það hvernig viðskiptaheimurinn virkar. 

Ef það væri reikningur með svona miklum pening, myndi það þýða að mun meiri peningur væri í umferð og þá myndi allt kosta mun meira. Svo vil ég minna þig á hugtakið "framboð og eftirspurn" sem þú ættir að kynna þér.

Nonnucci, 27.11.2008 kl. 23:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Nonnucci

Höfundur

Nonnucci
Nonnucci
Lítið um mig að  segja annað en að ég er að öllum líkindum hægrisinnaðari en þú.
Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband