Einum færri til að hafa áhyggjur af

Ég er ekki frá því að fólk drepi sig daglega, og hvað á fólk sem er í fangelsi eða fangabúðum. Þessi stríðsfangi hefur nú sennilega fengið betri meðferð en greyið Bandarísku hermennirnir sem voru handsamaðir í Írak nú á dögunum, og þá mörgu Írösku lögreglu- og hermenn sem hafa verið handsamaðir, pyntir og drepnir. En lítið hef ég heyrt þá syrgða eða aðgerðir þeirra sem þeir voru í haldi hjá fordæmda af öðrum en félögum mínum hægrimönnum. 

Ef ég man söguna mína rétt þá tíðkast það í stríðum að handsama óvini sem gefast upp, gera þá óvirka sem hermenn og sjá um þá þangað til stríðinu lýkur. Það er ekki auðvelt að greina óbreyttann borgara frá óvini í þessum stríðum í mið-austurlöndum og það verður að treysta á það að grípa óvini glóðvolga. Það er spurning hvort það sé alltaf hægt að treysta á að ekki sé misskilningur í þeim málum. Þetta er stór galli við að hafa siðlausann óvin sem ber ekki virðingu fyrir lífum óbreyttra borgara og sér ekkert að því að fórna þeim til að koma málstaði sínum á framfarir.

Ég hef ekki mikið meira að segja um þetta mál nema að ef þessi maður var sekur um hryðjuverk eða að berjast með talibönum, þá er þetta flott mál, einum færri til að hafa áhyggjur af og slatta af skattpeningum verður sparað. Ef þessi maður var saklaus og settur í fangabúðir fyrir verk annars, þá þykir mér þetta leitt og vona að allir þeir sem ég talaði fyrr um, sem berjast í gervi óbreyttra borgara, fái það sem þeir eiga skilið.

 

Ég biðst afsökunar á stafsetningarvillum. 

 


mbl.is Fangi í Guantánamo fangabúðunum framdi sjálfsmorð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Heiðar S. Heiðarsson

hérna efast um að þessi fangi hafi fengið betri meðferð en bandarísku mennirnir. Mæli með "road to guantanamo" sem er bíómynd um ástandið þarna.

Heiðar S. Heiðarsson, 31.5.2007 kl. 17:42

2 identicon

Ég er ekki frá því að the Road to Guantanamo sé kvikmynd. Segð þú mér hverjum á að trúa í þessum málum, voru þeir sem myndin eru bitrir yfir því að hafa verið settir í fangelsi? Láta þeir sig lýta út fyrir að vera dýrlinga? Veistu eitthvað meira um aðstæðurnar þegar þeir voru handteknir heldur en það sem þeir segja? Hefurðu ákveðið að trúa þeim einfaldlega vegna þess að persónurnar þeirra í kvikmynd fengu ljóta meðferð og þú fékkst tár í augun? Ég er nokkuð viss um að þeir hafi ekki verið hálshöggvnir eða drepnir á annan hátt fyrst þeir gátu sagt sína hetjulegu sögu. Samkvæmt minni bestu visku fá fangarnir þarna fá þrjár máltíðir á dag og allt sem þeir þurfa til að lifa, meira að segja afþreyingu, þó að einn þeirra kvartaði um daginn yfir pyntingu vegna þess að hann fékk bolta sem skoppaði ekki.

 Hvað segirðu, fékk þessi maður jafn slæma eða verri meðferð en Bandarísku fangarnir? Ég er nokkuð viss um að hefði hann fengið jafn slæma meðferð og þeir sem vitað er hvað varð um þá hefði hann ekki dugað þarna í þann tíma sem hann hafði verið þarna, og hann hefði ekki fallið fyrir eigin hendi.

Enn og aftur biðst ég afsökunar á stafsetningar og málfarsvillum, og ég þakka þér Hr. Heiðarsson fyrir athugasemd þína. 

Nonnucci (IP-tala skráð) 31.5.2007 kl. 20:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Nonnucci

Höfundur

Nonnucci
Nonnucci
Lítið um mig að  segja annað en að ég er að öllum líkindum hægrisinnaðari en þú.
Apríl 2025
S M Þ M F F L
    1 2 3 4 5
6 7 8 9 10 11 12
13 14 15 16 17 18 19
20 21 22 23 24 25 26
27 28 29 30      

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (7.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband