9.10.2007 | 21:00
Hver vill byggja mína friðarsúlu?
Jæja, þá hefur okkar peningum verið eytt í þetta verkefni konu sem var gift manni sem var frægur.
Sjálfur hef ég mikinn áhuga á því að byggja allskonar súlur og vil því fá stjórnvöld til að borga þær eins og þau borguðu fyrir þessa í Viðeyjum.
Hvernig ætli mér gangi að fá stjórnvöld til þess að eyða peningum, sem ég og þið höfum unnið hörðum höndum fyrir, í þessar draumasúlur mínar?
Það væri vel þegið ef stjórnmálamaður/-kona væri svo vænn/væn að skilja eftir athugasemd um það hvernig ég gæti hrint þessum framkvæmdum af stað.
Gjöf frá John og Yoko og íslensku þjóðinni til heimsbyggðarinnar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Nonnucci
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku:
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku:
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Þú kannt sjálfsagt líka, að mála Madonnur og skapa önnur andans verk. Enn skortir bara fé í það líka og þætti ágætt að stjórnvöld sponséruðu það einnig
Þórður Runólfsson (IP-tala skráð) 9.10.2007 kl. 21:21
Laukrétt Þórður. Ég mála mínar Madonnur og teikna mína broskalla. Ég hef hins vegar ekki hugmynd um það samkvæmt hvaða stuðli Yoko Ono er meiri listamaður en ég. Hversu mörg verk þarf maður að selja til þess að stjórnvöld láti mann hafa milljónir til að byggja súluna sína? Hvað þarf ég að gera til þess að fá mínar súlur?
Nonnucci, 9.10.2007 kl. 21:43
Finndu bara staðinn, ég skal borga.
Halla Rut , 11.10.2007 kl. 00:52
Verð bara að segja þér að við erum búin að hlægja mikið hér á heimilinu af því nafni sem þú fannst á mig á mínu bloggi.
KÆRA MANVITSBREKKA
Halla Rut , 11.10.2007 kl. 15:10
Þessi friðarsúla Yoko kostaði yfir 160 m. króna og allt komið frá skattpeningum Íslendinga. Ef þú átt fyrir svona súlu handa mér skal ég gefa þér staðsetninguna.
Nonnucci, 11.10.2007 kl. 16:17
Hvað meinar þú, komið frá skattpeningum. Borgaði Yoko ekki?
Halla Rut , 12.10.2007 kl. 20:58
Seinast þegar ég vissi þá er peningurinn kominn frá skattgreiðendum, ef þú getur bent mér á aðrar upplýsingar varðandi þetta mál væri það vel þegið. En hvað segirðu, hver er staðan með mína súlu?
Nonnucci, 12.10.2007 kl. 21:23
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.