og hvað með það?

Menn þurfa að hafa smá gagnrýna hugsun og ekki lepja allt upp frá fjölmiðlum. Fyrr á þessu ári kynnti Oregon Institute of Science and Medicine háskólinn í Bandaríkjunum undirskriftalista þar sem 31.072 vísindamenn, þar af 9.021 með Ph.D. gráður, afneituðu algjörlega að "global warming" væri af mannavöldum. Málið er einfalt, fólk er að græða mikið á að þið trúið þessari vitleysu, Al Gore er að raka inn milljónum og þessar fréttir selja hjá fréttastofum. Þessi frétt lætur líta út fyrir að þetta séu vitleysingar sem halda að þetta sé ekki af mannavöldum þegar í raun og veru er ekki hægt að sanna annað.
mbl.is Stór hluti Dana telur hlýnun jarðar ekki af mannavöldum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla

Athugasemdir

1 identicon

Málið er bara að það er "politically correct" að vera með Global Warming.

Ég trúi því að þetta CO2 dæmi sé mjög lítill hluti af global warming, langmest eru þetta náttúrulegar orsakir.  Ég tel að sólin hafi mikið um þetta að segja.

Síðan er spurning hvort það sé í raun veru um Global Warming" að ræða þar sem hitamælarnir sem þetta lið er að nota eru meingallaðir, og margir sjálfstæðir vísindamenn hafa gagnrýnt harðlega þá sem taka hitamælingar frá þeim sem staðreynd og nota í þessum Global Warming líkönum.

Ég er allavega ekki með áhyggjur af global warming,   hinsvegar er þetta markmið að lækka CO2 útblástur alveg fínn í sjálfu sér útaf öðrum forsendum, t.d. fyrir fólk einsog mig sem er með Asma, en það má samt ekki fara útí öfgar með það einsog sumir vilja og ef þessir öfgasinnuðu fengu að ráða þá væri örugglega rukkað fyrir að anda.

Jóhannes H. Laxdal (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 12:51

2 identicon

Rétt Nonnucci.. þetta nú meira bullið. Ég reyndar meiri áhyggjur af því að það skelli á ísöld, ekki vegna aterli mannsins, heldur vegna þess að ísöld hefur alltaf komið (ó)reglulega í jarðsögunni. Hún getur skollið á mjög skart, þannig á t.d. á 2 áratugum lækki meðalhitastig um 10° - 20° C - Það væri ýkt svalt.

Guðjón Atlason (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 13:28

3 Smámynd: Páll Jónsson

Hah! Ekki eru menn að vitna í þessa könnun sem einhvern byltingarkenndan sannleik? Aðeins brot af þessum mönnum hafa nokkra þekkingu á loftslagsmálum umfram framhaldsskólanema. Hvað veit 23 ára einstaklingur með Bachelor gráðu í jarðfræði, efnafræði, stjörnufræði eða haffræði um loftslagsmál sem almenningur veit ekki? Eða þeir sem komnir eru með Mastersgráðu? Og hverju breytir Doktorsgráða? Það er örugglega hægt að nýta sér slíkt nám til að taka þátt í rannsóknum á sviði loftslagsfræða en hverfandi minnihluti gerir það væntanlega í raun.

Fyrir utan að það er býsna magnað að kalla alla þá sem eru með Bachelorgráðu eða meira á sviði raun- og jarðvísinda "vísindamenn". Stunda allir raunvísindakennarar í menntaskólum í BNA vísindalegar rannsóknir? Enn erfiðara á ég með að skilja hvað 2000 læknar eru að gera á þessum lista. Eigum við að gera könnun meðal loftslagsfræðinga varðandi meðferðir við krabbameini?

En það er reyndar aukaatriði, þó þorri þessa fólks séu ekki sérfræðingar varðandi þetta mál þá eru þetta eflaust upp til hópa skynsamir og rökhugsandi einstaklingar og það er lítil ástæða til að gera lítið úr skoðun þeirra sem slíkri þó sérþekking þeirra liggi á öðrum sviðum.

Það sem sekkur rannsókninni er hins vegar að þeir sem hana gerðu voru að leita eftir ákveðinni niðurstöðu og sendu þess vegna ítarlegan rökstuðning með henni fyrir því að hnatthlýnun væri ekki af mannavöldum... sem er til þess fallið að hafa áhrif á fólk sem er, eins og fram hefur komið, oftar en ekki viðvaningar á viðkomandi sviði.

Og að síðustu... Þeir sem kvittuðu undir þetta plagg voru andskotann ekki að afneita hnatthlýnun af mannavöldum. Þeir voru að fallast á að ekki væri búið að sýna fram á með sannfærandi hætti að útblástur gróðurhúsalofttegunda myndi í fyrirsjáanlegri framtíð valda gríðarlegri/hrikalegri (catastrophic) hækkun hitastigs á jörðinni.

Ég hefði þurft að velta fyrir mér hvort kannski væri rétt að skrifa undir þetta, og hef ég þó litlar efasemdir um að við séum að hita upp jörðina.

Páll Jónsson, 30.11.2008 kl. 17:53

4 identicon

Það er gaman að sjá að menn hafa ekki tapað skopskyninu. „Rannsóknin“ sem lá að baki „Oregon-bænaskjalinu“ var unnin af kristnum bókstafstrúarmanni, Arthur B. Robinson, með menntun í lífefnafræði og rúmlega tvítugum syni hans sem hafði enga framhaldsmenntun, og hvorugur hafði bakgrunn í loftslagsvísindum. Hinir höfundarnir, Salli Baulinas og Willi Soon, eru stjarneðlisfræðingar og þekkt nöfn í afneitunargeiranum. Skýrslan var gefin út af Oregon Institute of Science and Medicine sem er stofnun sem Robinson rekur sjálfur (úr einu herbergi á sveitabæ í Siskiyou-fjöllum í suðurhluta Oregonríkis) og frjálshyggjuhugveitunni George C. Marshall Institute, sem var lengi vel leiðandi í baráttunni gegn hertri tóbakslöggjöf en hefur á undanförum árum snúið sér að loftslagsmálum. Skýrslunni fylgdi undirskriftalisti 17.800 svokallaðra „vísindamanna“, sjálft „Oregon-bænaskjalið“, en það var notað af þingmönnum repúblikanaflokksins til þess að vefengja hugmyndina um vísindalega sátt um hlýnun jarðar. Undirskriftum „vísindamannanna“ var safnað á netinu og þar má finna sömu nöfnin oftar en einu sinni, persónur úr Star Wars myndum og söngkonuna Gerri Halliwell úr Spice Girls, svo aðeins nokkur dæmi séu tekin. Oregon-bænaskjalið er hjákátlega illa unnin fölsun, rétt eins og greinin sjálf, en hún hafði verið sett upp með þeim hætti að ætla mátti að hún hefði verið birt í hinu virta tímariti Proceedings of the National Academy of Sciences. Því fór auðvitað víðs fjarri. The Council of the National Academy of Sciences reyndi að leiðrétta þennan misskilning en skaðinn var skeður. Nefna má fjölmörg önnur dæmi af þessu tagi þar sem „virtir“ vísindamenn í afneitunariðnaðinum eiga hlut að máli. Nýja bænaskjalið (frá 2007) er einungis uppfærsla af hinu gamla frá 1999. Baliunas er hér dottinn út og einn sonur Robinsons Zacharyas er dottinn út og annar (Noah) kominn inn.

Gudni Elisson (IP-tala skráð) 30.11.2008 kl. 18:15

5 Smámynd: Páll Jónsson

Andskotinn... það tók þessu, Guðni svaraði enn betur en ég!

Páll Jónsson, 1.12.2008 kl. 00:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Nonnucci

Höfundur

Nonnucci
Nonnucci
Lítið um mig að  segja annað en að ég er að öllum líkindum hægrisinnaðari en þú.
Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (24.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband